Mjög sérstakt atvik átti sér stað fyrir sýninguna og gerðist það á rauða dreglinum. Þá náði maður að komast inn fyrir öryggissvæðið og stökk á Timberlake og greip utan um annan fót hans.
Sem betur fer var ekki um alvarlegra atvik að ræða og náðu öryggisverðir að fjarlægja manninn á svipstundu en hér að neðan má sjá hvernig þetta atvikaðist.
Um var að ræða nokkuð þekktan hrekkjalóm sem ber nafnið Vitalii Sediuk og er frá Úkraínu. Hann hefur áður náð að hrekkja þekktar Hollywood stjörnur. Hann hefur til að mynda kýlt Brad Pitt og komst að Leonardo DiCaprio á rauða dreglinum.
Einnig hékk hann eitt sinn á fæti leikarans Bradley Cooper á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni.