Liverpool vann 4-3 sigur í leik liðanna en eftir að hafa komist 3-0 yfir náðu þeir austurrísku að koma til baka og jafna metin. Mo Salah tryggði svo Liverpool sigurinn í síðari hálfleik.
Takumi Minamino skoraði eitt marka Salzburg og lagði upp annað fyrir þann norska, Erling Braut Håland, en stuðningsmenn Liverpool hrifust mikið af Takumi í leiknum í gær.
Liverpool fans urge club to snap up Red Bull Salzburg ace Takumi Minamino | https://t.co/y6hgTRWvDupic.twitter.com/b9vHOgTQPt
— Mirror Football (@MirrorFootball) October 3, 2019
„Ég væri til í að fá Takumi Minamino til Liverpool. Hann er frábær. Mikið efni,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpoool á Twitter og annar tók við boltanum:
„Liverpool verður að sækjast eftir að fá Minamino eftir þessa frammistöðu. Topp klassa leikmaður.“
Einn stuðningsmaðurinn sagði að Minamino væri „gríðarleg bæting“ á Jordan Henderson og kallaði frammistöðu Minamo „rosalega.“
Takumi Minamino vs. Liverpool:
100% final third pass accuracy
10 ball recoveries
4 tackles won
2/3 shots on target
2/3 take-ons
1 assist
1 goal
Huge performance. pic.twitter.com/GdJtOd5cXu
— Statman Dave (@StatmanDave) October 2, 2019