Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 21:15 Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður. Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður.
Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira