Vill sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 17:41 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/anton brink „Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira