Pavel: Mér finnst eins og ég sé endurfæddur Arnór Fannar Theódórsson skrifar 3. október 2019 22:31 Pavel Ermolinskij mun klæðast rauðu næsta vetur vísir Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, spilaði vel í kvöld og var sáttur með útisigurinn á Fjölni 87-94 í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. „Það er náttúrulega bara gott, mikill léttir. Leikur sem við eigum að vinna. Þrátt að hann hafi ekki verið frábærlega spilaður af okkur þá er gott að vita til þess að við getum spilað ekki næginlega vel en samt unnið. Þannig það er ákveðinn léttir.“ Eftir erfiða byrjun þá komu Valsmenn gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pavel var ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að Valsmenn eigi töluvert inni. „Þetta er það sem það er. Við erum ekki búnir að eiga gott undirbúningstímabil þannig ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur. Þetta var svona framhald að því sem er búið að vera hjá okkur. Mikið um samskiptaleysi, eins og menn séu að spila saman í fyrsta skiptið. Þetta er vissulega nýtt lið hjá okkur en það sama má segja það um öll liðin í deildinni og mér finnst eins og við séum ekki alveg komnir nógu langt í okkar þannig það jákvæða í þessu er eins og ég segi, þrátt fyrir allt það og Fjölnir spilar mjög vel í dag, þá náðum við að vinna. Það er það góða í þessu og það er merki um lið sem getur gert eitthvað.“ Pavel skipti yfir í Val úr KR í sumar og var spurður að því hvernig honum hefði liðið í Valsbúningnum. „Bara vel, mjög spenntur, mjög örvandi og mjög lifandi. Það er einhvern vegin meiri pressa og fleiri augu á manni og meiri væntingar. Mjög gefandi og mér líður mjög vel. Mér finnst eins og ég sé endurfæddur,“ sagði Pavel. Pavel hefur ekki miklar áhyggjur af Valsliðinu og telur að þeir eigi eftir að slípa sig saman. „Ekki spurning, ég held líka að það séu allir meðvitaðir um að það er vinna framundan. Það er enginn núna inn í klefa sem segir að þetta sé það sem við erum. Það eru allir meðvitaðir um það og á meðan það er svo þá hef ég engar áhyggjur af því að þetta komi, það er fullt af klárum strákum í þessu liði.“ Dominos-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, spilaði vel í kvöld og var sáttur með útisigurinn á Fjölni 87-94 í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. „Það er náttúrulega bara gott, mikill léttir. Leikur sem við eigum að vinna. Þrátt að hann hafi ekki verið frábærlega spilaður af okkur þá er gott að vita til þess að við getum spilað ekki næginlega vel en samt unnið. Þannig það er ákveðinn léttir.“ Eftir erfiða byrjun þá komu Valsmenn gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pavel var ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að Valsmenn eigi töluvert inni. „Þetta er það sem það er. Við erum ekki búnir að eiga gott undirbúningstímabil þannig ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur. Þetta var svona framhald að því sem er búið að vera hjá okkur. Mikið um samskiptaleysi, eins og menn séu að spila saman í fyrsta skiptið. Þetta er vissulega nýtt lið hjá okkur en það sama má segja það um öll liðin í deildinni og mér finnst eins og við séum ekki alveg komnir nógu langt í okkar þannig það jákvæða í þessu er eins og ég segi, þrátt fyrir allt það og Fjölnir spilar mjög vel í dag, þá náðum við að vinna. Það er það góða í þessu og það er merki um lið sem getur gert eitthvað.“ Pavel skipti yfir í Val úr KR í sumar og var spurður að því hvernig honum hefði liðið í Valsbúningnum. „Bara vel, mjög spenntur, mjög örvandi og mjög lifandi. Það er einhvern vegin meiri pressa og fleiri augu á manni og meiri væntingar. Mjög gefandi og mér líður mjög vel. Mér finnst eins og ég sé endurfæddur,“ sagði Pavel. Pavel hefur ekki miklar áhyggjur af Valsliðinu og telur að þeir eigi eftir að slípa sig saman. „Ekki spurning, ég held líka að það séu allir meðvitaðir um að það er vinna framundan. Það er enginn núna inn í klefa sem segir að þetta sé það sem við erum. Það eru allir meðvitaðir um það og á meðan það er svo þá hef ég engar áhyggjur af því að þetta komi, það er fullt af klárum strákum í þessu liði.“
Dominos-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira