Hegningarauka krafist við dóminn í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Vilhjálmur H VIlhjálmsson lögmaður. Fréttablaðið/GVA Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira