Hið óumdeilda hreyfiafl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun