Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 19:01 Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27