Einfaldar kenningar Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar