Jórunn Edda var í vél Wizz air: „Ekki sátt að fyrirtækið hegði sér með þessum hætti“ Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 17:51 Fjöldi farþega Wizz air sváfu á Egilsstaðaflugvelli í nótt. Jórunn edda „Ég er furðu hress í augnablikinu. Maður er búinn að vera mjög þreyttur og svo auðvitað peppaður að þessu ferðalagi sé loksins að ljúka,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir sem var meðal farþega í annarri af tveimur vélum Wizz air sem lenda þurftu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi vegna slæms veðurs í Keflavík. Jórunn Edda var stödd á BSÍ í Reykjavík þegar Vísir náði tali af henni. Rúta sem flutti hluta farþeganna frá Egilsstöðum var þá nýkomin í bæinn eftir margra klukkustunda ferðalag. „Maður er auðvitað ekki sáttur að fyrirtækið hegði sér með þessum hætti. Það er alls ekkert í lagi.“ Farþegarnir í tveimur vélum Wizz air sem lentu á Egilsstöðum, stóðu í gærkvöldi frammi fyrir að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða þá fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir.Wizz air meðvitað löngu fyrir lendingu Lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir að farþegar vélanna eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Farþegar á Egilsstaðaflugvelli í nótt.Jórunn EddaJórunn segir að Wizz air vélarnar hafi skilið farþega eftir og svo flogið í burtu. „Það voru þarna einhverjar hótanir um tilkynningar og lagalegar aðgerðir ef maður myndi ekki skrifa undir eitthvað plagg áður en við fórum út úr vélinni,“ segir Jórunn. Hún segir að farþegar fóru frá borði þurftu allir að sjá um sig sjálfir. „Það var kona þarna með tvö börn, sem var meðal farþega og sá til þess að flugstöðinni yrði að minnsta kosti ekki lokað. Það voru ekki nóg af bílaleigubílum fyrir alla. Á sama tíma var svo hægt að sjá á Facebook-síðu Wizz air að þeir vissu næstum tveimur og hálfum tíma fyrir lendingu að þeir myndu ekki lenda í Keflavík og hefðu þá getað fundið út úr þessu áður en við lentum. Við fengum ekki að frétta neitt fyrr en rétt fyrir lendingu.“ Jórunn Edda segir að starfsmenn flugvallarins hafi þó verið mjög almennilegir og liðlegir. „Það var þarna einhver farþegi sem tókst að redda rútu. Rútan átti að koma um hálf fimm um nóttina en það tafðist og vorum við ekki komin af stað fyrr en um klukkan 8 í morgun. Við vorum svo að lenda í Reykjavík, á BSÍ, núna um klukkan 18.“Jórunn EddaEkki í lagi að lenda í þessari óvissu Aðspurð um ástandið á flugstöðinni í nótt segir hún að einhverjum hafi tekist að sofna. „Við áttum von á rútunni um klukkan hálf fimm sem tafðist svo. Maður þurfti eitthvað að ráfa eitthvað um til skiptis, reyna að láta tímann líða. Ég er ekki manneskjan sem lenti verst í þessu. Það var móðir þarna að ferðast með tvö börn. Það er auðvitað ekki í lagi að hún lendi í þessari óvissu. Viti meira að segja ekki hvort hún fengi að vera áfram í flugstöðinni eftir að við fórum úr vélinni.“ Jórunn segir að einhverjir farþeganna hafi reddað sér með bílaleigubílum, smærri rútur sótt smærri hópa og svo hafi einhverjir komið úr höfuðborginni til að sækja sitt fólk á Egilsstöðum. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Búið að koma öllum farþegum úr vélunum Þegar mest lét í dag má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið fastir í flugvélum sem ekki var hægt að afferma strax vega veðurs. 4. október 2019 21:54 Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins. 5. október 2019 14:47 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
„Ég er furðu hress í augnablikinu. Maður er búinn að vera mjög þreyttur og svo auðvitað peppaður að þessu ferðalagi sé loksins að ljúka,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir sem var meðal farþega í annarri af tveimur vélum Wizz air sem lenda þurftu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi vegna slæms veðurs í Keflavík. Jórunn Edda var stödd á BSÍ í Reykjavík þegar Vísir náði tali af henni. Rúta sem flutti hluta farþeganna frá Egilsstöðum var þá nýkomin í bæinn eftir margra klukkustunda ferðalag. „Maður er auðvitað ekki sáttur að fyrirtækið hegði sér með þessum hætti. Það er alls ekkert í lagi.“ Farþegarnir í tveimur vélum Wizz air sem lentu á Egilsstöðum, stóðu í gærkvöldi frammi fyrir að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða þá fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir.Wizz air meðvitað löngu fyrir lendingu Lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir að farþegar vélanna eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Farþegar á Egilsstaðaflugvelli í nótt.Jórunn EddaJórunn segir að Wizz air vélarnar hafi skilið farþega eftir og svo flogið í burtu. „Það voru þarna einhverjar hótanir um tilkynningar og lagalegar aðgerðir ef maður myndi ekki skrifa undir eitthvað plagg áður en við fórum út úr vélinni,“ segir Jórunn. Hún segir að farþegar fóru frá borði þurftu allir að sjá um sig sjálfir. „Það var kona þarna með tvö börn, sem var meðal farþega og sá til þess að flugstöðinni yrði að minnsta kosti ekki lokað. Það voru ekki nóg af bílaleigubílum fyrir alla. Á sama tíma var svo hægt að sjá á Facebook-síðu Wizz air að þeir vissu næstum tveimur og hálfum tíma fyrir lendingu að þeir myndu ekki lenda í Keflavík og hefðu þá getað fundið út úr þessu áður en við lentum. Við fengum ekki að frétta neitt fyrr en rétt fyrir lendingu.“ Jórunn Edda segir að starfsmenn flugvallarins hafi þó verið mjög almennilegir og liðlegir. „Það var þarna einhver farþegi sem tókst að redda rútu. Rútan átti að koma um hálf fimm um nóttina en það tafðist og vorum við ekki komin af stað fyrr en um klukkan 8 í morgun. Við vorum svo að lenda í Reykjavík, á BSÍ, núna um klukkan 18.“Jórunn EddaEkki í lagi að lenda í þessari óvissu Aðspurð um ástandið á flugstöðinni í nótt segir hún að einhverjum hafi tekist að sofna. „Við áttum von á rútunni um klukkan hálf fimm sem tafðist svo. Maður þurfti eitthvað að ráfa eitthvað um til skiptis, reyna að láta tímann líða. Ég er ekki manneskjan sem lenti verst í þessu. Það var móðir þarna að ferðast með tvö börn. Það er auðvitað ekki í lagi að hún lendi í þessari óvissu. Viti meira að segja ekki hvort hún fengi að vera áfram í flugstöðinni eftir að við fórum úr vélinni.“ Jórunn segir að einhverjir farþeganna hafi reddað sér með bílaleigubílum, smærri rútur sótt smærri hópa og svo hafi einhverjir komið úr höfuðborginni til að sækja sitt fólk á Egilsstöðum.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Búið að koma öllum farþegum úr vélunum Þegar mest lét í dag má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið fastir í flugvélum sem ekki var hægt að afferma strax vega veðurs. 4. október 2019 21:54 Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins. 5. október 2019 14:47 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Búið að koma öllum farþegum úr vélunum Þegar mest lét í dag má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið fastir í flugvélum sem ekki var hægt að afferma strax vega veðurs. 4. október 2019 21:54
Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins. 5. október 2019 14:47
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31