Sunnlenskt sorp flutt til útlanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 13:15 Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins, sem aðstoðar sveitarfélög á Suðurlandi við að flytja sorpið sitt til útlanda til frekari vinnslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir. Árborg Umhverfismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira