Sunnlenskt sorp flutt til útlanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 13:15 Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins, sem aðstoðar sveitarfélög á Suðurlandi við að flytja sorpið sitt til útlanda til frekari vinnslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir. Árborg Umhverfismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira