Fyrsta tap Chiefs | Green Bay á flugi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2019 10:00 Mahomes var loksins sigraður í nótt. vísir/getty Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira