Útboðsstefnan þarfnast endurskoðunar Unnur Pétursdóttir skrifar 7. október 2019 16:23 Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun