Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. október 2019 19:15 Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53