Útlit fyrir að Sameinuðu þjóðirnar geti ekki greitt laun Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2019 23:42 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AP/Seth Wenig Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir alþjóðastofnunina standa frammi fyrir verstu fjárhagsstöðu stofnunarinnar í áratug. Útlit sé fyrir að ekki verði hægt að greiða starfsmönnum laun um mánaðamótin. Guterres segir ástæðu þessa vanda vera að 64 af 193 aðildarríkjum stofnunarinnar hafi ekki greitt árgjöld sín. Þar á meðal eru Bandaríkin, stærsti fjárveitandi Sameinuðu þjóðanna. Alls hafa 129 ríki greitt rétt tæpa tvo milljarða dala til Sameinuðu þjóðanna og eftir stendur 1,4 milljarðar.Bandaríkin greiða gjöld sín yfirleitt ekki fyrr en í október, vegna þess hvernig fjárhagsárið er sett upp þar, en Sameinuðu þjóðirnar segja ríkið skulda 674 milljónir fyrir þetta ár og 381 milljón fyrir það síðasta. Þar að auki skuldi Bandaríkin umtalsverðar fjárhæðir vegna annarra verkefna Sameinuðu þjóðanna eins og friðargæslu. Auk Bandaríkjanna eiga ríki eins og Brasilía, Íran, Ísrael, Mexíkó, Sádi-Arabía og Úrúgvæ eftir að greiða gjöld sín. Gripið hefur verið til aðhaldsaðgerða hjá Sameinuðu þjóðunum að undanförnu. Þær eiga að hafa bert gagn en duga ekki til lengur. Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir alþjóðastofnunina standa frammi fyrir verstu fjárhagsstöðu stofnunarinnar í áratug. Útlit sé fyrir að ekki verði hægt að greiða starfsmönnum laun um mánaðamótin. Guterres segir ástæðu þessa vanda vera að 64 af 193 aðildarríkjum stofnunarinnar hafi ekki greitt árgjöld sín. Þar á meðal eru Bandaríkin, stærsti fjárveitandi Sameinuðu þjóðanna. Alls hafa 129 ríki greitt rétt tæpa tvo milljarða dala til Sameinuðu þjóðanna og eftir stendur 1,4 milljarðar.Bandaríkin greiða gjöld sín yfirleitt ekki fyrr en í október, vegna þess hvernig fjárhagsárið er sett upp þar, en Sameinuðu þjóðirnar segja ríkið skulda 674 milljónir fyrir þetta ár og 381 milljón fyrir það síðasta. Þar að auki skuldi Bandaríkin umtalsverðar fjárhæðir vegna annarra verkefna Sameinuðu þjóðanna eins og friðargæslu. Auk Bandaríkjanna eiga ríki eins og Brasilía, Íran, Ísrael, Mexíkó, Sádi-Arabía og Úrúgvæ eftir að greiða gjöld sín. Gripið hefur verið til aðhaldsaðgerða hjá Sameinuðu þjóðunum að undanförnu. Þær eiga að hafa bert gagn en duga ekki til lengur.
Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira