„Eldstöðin er að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2019 12:52 Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta. Vísir/vilhelm Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36