Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:30 Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik. Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik.
Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira