Þarf súrefni Hörður Ægisson skrifar 20. september 2019 08:00 Hún var ekki endilega mjög björt, myndin sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor drógu upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air og loðnubrest gera hagvaxtarspár ráð fyrir aðeins 0,2 prósenta samdrætti í ár og að á næsta ári verði vöxturinn um tvö prósent. Seðlabankastjóri óttast hins vegar að þessi sviðsmynd kunni að reynast of bjartsýn, einkum þar sem blikur séu á lofti í heimshagkerfinu, og að „óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til vera satt“, útskýrði Ásgeir. Þá benti Gylfi á erfiða stöðu ferðaþjónustunnar, sem væri með of mikinn launakostnað, og að hættan væri sú að það yrðu ekki aðeins veikari fyrirtækin sem myndu lenda í hremmingum. Það voru hins vegar ummæli Gylfa um Icelandair sem vöktu mesta athygli. Þar bað Gylfi, sem mætti á fundinn í krafti setu sinnar í peningastefnunefnd, þingmenn um að fylgjast vel með stöðu Icelandair. „Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki „mætti veðja þjóðarbúinu á“ að Icelandair fái bætur frá Boeing. „Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að.“ Áhyggjur af fjárhagsstöðu Icelandair eru réttmætar en setja má spurningarmerki við að fulltrúi Seðlabankans setji þær fram með slíkum hætti opinberlega. Erfitt er að sjá hvað stjórnmálamenn geta gert þegar kemur að erfiðleikum í rekstri flugfélagsins. Engin ástæða er til að ætla annað en að stjórnendur Icelandair vinni nú fullum fetum að því að styrkja fjárhag félagsins á óvissutímum. Þrátt fyrir hremmingar í ferðaþjónustu hefur atvinnuleysið ekki aukist eins mikið og margir óttuðust. Hætt er við að það kunni að breytast. Mörg fyrirtæki hafa frestað hagræðingaraðgerðum en að lokum kemur að skuldadögum sem munu birtast í vaxandi atvinnuleysi. Sögulega séð hefur gengisfall ávallt verið fylgifiskur efnahagssamdráttar, sem hefur þá um leið gefið útflutningsgreinum viðspyrnu, með þeim afleiðingum að verðbólga hefur aukist og vextir hækkað. Nú er öldin önnur. Sterk staða þjóðarbúsins og 800 milljarða gjaldeyrisforði eykur tiltrú á stöðugleika krónunnar og gefur Seðlabankanum færi á að halda verðbólgu við markmið. Það er samt alltaf einhver fórnarkostnaður. Atvinnuleysi gæti þannig orðið meira en við höfum oft áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Stjórnvöld hafa tæki og tól til að milda hagsveifluna. Seðlabankinn hefur gert sitt, vextir hafa lækkað úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent, en meira þarf til. Fjármagn er af skornum skammti og bankakerfið á bremsunni. Frekari vaxtalækkanir einar og sér laga það ekki. Tvennt mætti gera til að bæta þar úr. Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunaraukans ofan á eiginfjárkröfur bankanna, sem tekur gildi í ársbyrjun 2020, var misráðin enda mátti vera ljóst að hagkerfið væri að kólna. Nýr seðlabankastjóri hlýtur að leggja áherslu á að leiðrétta þau mistök. Þá ætti að girða fyrir að Íbúðalánasjóði verði heimilt að ráðstafa umtalsverðu lausafé sínu í innlánum í Seðlabankanum. Það fé þyrfti þá að leita í aðra fjárfestingarkosti sem væri til þess fallið að auka framboð lánsfjármagns. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hagkerfið þarf á súrefni að halda nema markmiðið sé að kæfa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hún var ekki endilega mjög björt, myndin sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor drógu upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air og loðnubrest gera hagvaxtarspár ráð fyrir aðeins 0,2 prósenta samdrætti í ár og að á næsta ári verði vöxturinn um tvö prósent. Seðlabankastjóri óttast hins vegar að þessi sviðsmynd kunni að reynast of bjartsýn, einkum þar sem blikur séu á lofti í heimshagkerfinu, og að „óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til vera satt“, útskýrði Ásgeir. Þá benti Gylfi á erfiða stöðu ferðaþjónustunnar, sem væri með of mikinn launakostnað, og að hættan væri sú að það yrðu ekki aðeins veikari fyrirtækin sem myndu lenda í hremmingum. Það voru hins vegar ummæli Gylfa um Icelandair sem vöktu mesta athygli. Þar bað Gylfi, sem mætti á fundinn í krafti setu sinnar í peningastefnunefnd, þingmenn um að fylgjast vel með stöðu Icelandair. „Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki „mætti veðja þjóðarbúinu á“ að Icelandair fái bætur frá Boeing. „Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að.“ Áhyggjur af fjárhagsstöðu Icelandair eru réttmætar en setja má spurningarmerki við að fulltrúi Seðlabankans setji þær fram með slíkum hætti opinberlega. Erfitt er að sjá hvað stjórnmálamenn geta gert þegar kemur að erfiðleikum í rekstri flugfélagsins. Engin ástæða er til að ætla annað en að stjórnendur Icelandair vinni nú fullum fetum að því að styrkja fjárhag félagsins á óvissutímum. Þrátt fyrir hremmingar í ferðaþjónustu hefur atvinnuleysið ekki aukist eins mikið og margir óttuðust. Hætt er við að það kunni að breytast. Mörg fyrirtæki hafa frestað hagræðingaraðgerðum en að lokum kemur að skuldadögum sem munu birtast í vaxandi atvinnuleysi. Sögulega séð hefur gengisfall ávallt verið fylgifiskur efnahagssamdráttar, sem hefur þá um leið gefið útflutningsgreinum viðspyrnu, með þeim afleiðingum að verðbólga hefur aukist og vextir hækkað. Nú er öldin önnur. Sterk staða þjóðarbúsins og 800 milljarða gjaldeyrisforði eykur tiltrú á stöðugleika krónunnar og gefur Seðlabankanum færi á að halda verðbólgu við markmið. Það er samt alltaf einhver fórnarkostnaður. Atvinnuleysi gæti þannig orðið meira en við höfum oft áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Stjórnvöld hafa tæki og tól til að milda hagsveifluna. Seðlabankinn hefur gert sitt, vextir hafa lækkað úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent, en meira þarf til. Fjármagn er af skornum skammti og bankakerfið á bremsunni. Frekari vaxtalækkanir einar og sér laga það ekki. Tvennt mætti gera til að bæta þar úr. Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunaraukans ofan á eiginfjárkröfur bankanna, sem tekur gildi í ársbyrjun 2020, var misráðin enda mátti vera ljóst að hagkerfið væri að kólna. Nýr seðlabankastjóri hlýtur að leggja áherslu á að leiðrétta þau mistök. Þá ætti að girða fyrir að Íbúðalánasjóði verði heimilt að ráðstafa umtalsverðu lausafé sínu í innlánum í Seðlabankanum. Það fé þyrfti þá að leita í aðra fjárfestingarkosti sem væri til þess fallið að auka framboð lánsfjármagns. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hagkerfið þarf á súrefni að halda nema markmiðið sé að kæfa það.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun