Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 20. september 2019 22:30 Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent