„Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 13:21 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Fréttablaðið/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar. Í færslunni lýsir Guðni síðustu dögum. Um liðna helgi sótti hann Miðgarðshátíðina þar sem honum þótti gaman að spjalla við gesti og gangandi. „Til dæmis var afar gaman að prófa tölvuleikinn sem liðsmenn Myrkurs vinna að þótt fáum sögum fari af afrekum mínum þar,“ skrifar Guðni sem telur allt sé gott í hófi, ekki síst skemmtilegir leikir og tómstundir þar sem fólk leyfir sér að láta hugann reika í töfraveröldum. Þá fylgdist forsetinn grannt með aðgerðum ungmenna víða um heim þar sem þau krefjast róttækari viðbragða í loftslagsmálum. „Kappið og einlægnin eykur von,“ skrifar Guðni sem heldur á morgun í opinbera heimsókn til Grænlands. Þá minnist hann sem fyrr segir á bíllausa daginn. „Og í dag er bíllausi dagurinn, ágætis áminning um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur og huga að umhverfisvænum lífsstíl. En samt munu einhverjir sjá mig á bíl í dag ef að líkum lætur; að komast með fjölskylduna með strætó á þá viðburði sem fyrir liggja um borg og bí væri miklum erfiðleikum bundið, vægast sagt. Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt.“ Forseti Íslands Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar. Í færslunni lýsir Guðni síðustu dögum. Um liðna helgi sótti hann Miðgarðshátíðina þar sem honum þótti gaman að spjalla við gesti og gangandi. „Til dæmis var afar gaman að prófa tölvuleikinn sem liðsmenn Myrkurs vinna að þótt fáum sögum fari af afrekum mínum þar,“ skrifar Guðni sem telur allt sé gott í hófi, ekki síst skemmtilegir leikir og tómstundir þar sem fólk leyfir sér að láta hugann reika í töfraveröldum. Þá fylgdist forsetinn grannt með aðgerðum ungmenna víða um heim þar sem þau krefjast róttækari viðbragða í loftslagsmálum. „Kappið og einlægnin eykur von,“ skrifar Guðni sem heldur á morgun í opinbera heimsókn til Grænlands. Þá minnist hann sem fyrr segir á bíllausa daginn. „Og í dag er bíllausi dagurinn, ágætis áminning um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur og huga að umhverfisvænum lífsstíl. En samt munu einhverjir sjá mig á bíl í dag ef að líkum lætur; að komast með fjölskylduna með strætó á þá viðburði sem fyrir liggja um borg og bí væri miklum erfiðleikum bundið, vægast sagt. Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt.“
Forseti Íslands Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira