Yngsti prestur landsins fær brauð í Heydölum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 19:15 Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði Árborg Trúmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði
Árborg Trúmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira