Talið að Thomas Cook verði gjaldþrota Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:48 Thomas Cook ferðaþjónustan er á barmi gjaldþrots. getty/Alexander Hassenstein Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið. Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið.
Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21
Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54