Kerfisbreyting í þágu barna Ásmundur Einar Daðason skrifar 23. september 2019 07:00 Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun