Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 12:20 Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira