Real Madrid vill fá enska landsliðsmanninn Raheem Sterling frá Manchester City fyrir næsta tímabil.
Samkvæmt heimildum The Athletic fundaði umboðsmaður Sterlings með forráðamönnum Real Madrid í sumar.
Sterling ku vera opinn fyrir því að leika með Real Madrid í framtíðinni.
Enski landsliðsmaðurinn hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað fimm mörk í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann sat allan tímann á varamannabekknum þegar City rústaði Watford á laugardaginn, 8-0.
Real Madrid vann 0-1 útisigur á Sevilla í gær. Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig, jafn mörg og topplið Athletic Bilbao.

