Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Ari Brynjólfsson skrifar 24. september 2019 06:00 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri „Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Sjá meira
„Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Sjá meira
Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54
Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04