Á myndunum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá.
Thunberg var stödd í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í tengslum við leiðtogafund um loftslagsmál – fund sem Trump ákvað sjálfur að sniðganga. Þessi í stað mætti hann í höfuðstöðvar SÞ til að sækja fund um trúfrelsi og það var þá sem Thunberg sá forsetann.
Forsetinn bandaríski virðist hins vegar gefa lítið fyrir málflutning hennar og tísti í nótt myndband af ræðu hennar og texta í að því er virðist kaldhæðnislegum tón: „Hún virðist mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og yndislegrar framtíðar. Gaman að sjá!“ sagði forsetinn.
She seems like a very happy young girl looking forward to a bright and wonderful future. So nice to see! https://t.co/1tQG6QcVKO
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019