Dýpkun skuldabréfamarkaðar Birgir Haraldsson skrifar 25. september 2019 07:00 Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun