Verja 250 milljónum í að vakta jökla og súrnun sjávar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2019 14:45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, (f.m.), Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, (t.v.) og Sigurður Guðjónson, forstjóri Hafró, (t.h.) skrifuðu undir samkomulagið. Vísir/Birgir Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira
Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00