Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 09:18 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. arion Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00
Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00