Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 11:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðar frumvarp vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. vísir/vilhelm Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03