Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. september 2019 15:33 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09