Bryndís og Jón Baldvin fagna brúðkaupsafmæli með 600 blaðsíðna bók Jóns Baldvins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2019 16:52 Jón Baldvin og Bryndís sem hefur staðið þétt við bak eiginmanns síns. Bókin Tæpitungulaust - lífsskoðun jafnaðarmanns eftir Jón Baldvin Hannibalsson kemur í verslanir á sunnudaginn. Bókin átti að koma út í febrúar þegar Jón Baldvin varð áttatíu ára en útgáfu hennar var frestað. Skömmu áður höfðu fjórar konur sakað Jón Baldvin um áreitni í Stundinni. Þeirra á meðal var Guðrún Harðardóttir, frænka eiginkonu Jóns Baldvins en árið 2012 greindi Guðrún frá því í Nýju lífi að Jón Baldvin hefði sent henni bréf þegar hún var barn að aldri sem innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Jón Baldvin hefur beðist afsökunar á hegðun sinni gagnvart frænku sinni en hafnar öðrum ásökunum um áreitni.Í sumar stefndi hann Aldísi Schram dóttur sinni og sömuleiðis Ríkisútvarpinu og starfsmanni þess. Í tilkynningu sem Jakob Frímann Magnússon sendir fyrir hönd þeirra hjóna segir að bókin sé 600 blaðsíður og komi út á sunnudaginn því þá fagni þau hjónin sextíu ára brúðkaupsafmæli. Þá er bent á að Jón Baldvin fagni jafnframt 80 ára afmæli á þessu ári auk þess sem 25 ár séu liðin síðan Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu sem höfundur barðist fyrir á sínum tíma. Bókin skiptist í sjö meginkafla: 1. Lífsskoðun jafnaðarmanns: Höfundur fer yfir farinn veg og gerir upp við hugmyndakerfin. 2. Í dagsins önn: Um orsakir og afleiðingar hrunsins . 3. Ísland og Evrópa: Það hefir lengi vafist fyrir Íslendingum að svara þeirri spurningu, hvar þeir eigi að skipa sér í sveit í samfélagi þjóðanna að loknu Kalda stríðinu. Jón Baldvin hefur svör á reiðum höndum við því. 4. Norræna módelið gegn ögrun nýfrjalshyggjunnar: Vænlegasti veðurvitinn í upphafi 21. aldar? 5. Endatafl Kalda stírðsins og fall Sovétríkjanna: Sagan af því, hvernig Jón Baldvin sem utanríkisráðherra Íslands stóð uppi í hárinu á leiðtogum Vesturveldanna með afdráttarlausum stuðningi við endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. 6. Á persónulegum nótum: Togarasjómaðurinn Jón Baldvin segir lífsreynslusögur, auk þess sem þau Bryndis líta yfir farinn veg í gamansömu viðtali við útvarpsmanninn þjóðkunna, Jónas Jónasson. 7. Um Eystrasaltslönd: Kórónan á ferli Jóns Baldvins sem utanríkisráðherra var frumkvæði hans að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja. Þetta gerði hann í blóra við yfirlýsta stefnu helstu leiðtoga Vesturveldanna, sem töldu nauðsynlegt að halda Sovétríkjunum saman til að ná samningum við Gorbachev um að binda endi á Kalda stríði. Jón Baldvin reyndist meta stöðuna rétt en þeir rangt, enda varð stefna hans ofan á í þessu máli. Þetta hefur enginn íslenskur stjórnmálaleiðtogi leikið eftir honum. 8. Dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, leggur í inngangi bókarinnar fræðilegt mat á stjórnmálaferil Jóns Baldvins og helstu afrek hans á því sviði, eins og t.d. EES-samninginn, sem enn í dag malar þjóðinni gull, þótt hinn pólitíski verkstjórnarmaður hans sé fyrir löngu horfinn af sviðinu. Því til viðbótar segir Dr. Ólafur í inngangi sínum: „Jón Baldvin er líka einn af fáum íslenskum stjórnmálamönnum, sem geta talist umtalsverðir pólitískir hugsuðir með heillega og yfirgripsmikla lífssýn eða pólitíska hugmyndafræði.“ „Kjarninn í þeirri hugmyndafræði snýst um yfirburði norræna samfélagsmódelsins umfram óbeislað markaðskerfi í anda nýfrjálshyggju. Það er rauði þráðurinn í þessari bók,“ segir í tilkynningu. Bókmenntir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Bókin Tæpitungulaust - lífsskoðun jafnaðarmanns eftir Jón Baldvin Hannibalsson kemur í verslanir á sunnudaginn. Bókin átti að koma út í febrúar þegar Jón Baldvin varð áttatíu ára en útgáfu hennar var frestað. Skömmu áður höfðu fjórar konur sakað Jón Baldvin um áreitni í Stundinni. Þeirra á meðal var Guðrún Harðardóttir, frænka eiginkonu Jóns Baldvins en árið 2012 greindi Guðrún frá því í Nýju lífi að Jón Baldvin hefði sent henni bréf þegar hún var barn að aldri sem innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Jón Baldvin hefur beðist afsökunar á hegðun sinni gagnvart frænku sinni en hafnar öðrum ásökunum um áreitni.Í sumar stefndi hann Aldísi Schram dóttur sinni og sömuleiðis Ríkisútvarpinu og starfsmanni þess. Í tilkynningu sem Jakob Frímann Magnússon sendir fyrir hönd þeirra hjóna segir að bókin sé 600 blaðsíður og komi út á sunnudaginn því þá fagni þau hjónin sextíu ára brúðkaupsafmæli. Þá er bent á að Jón Baldvin fagni jafnframt 80 ára afmæli á þessu ári auk þess sem 25 ár séu liðin síðan Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu sem höfundur barðist fyrir á sínum tíma. Bókin skiptist í sjö meginkafla: 1. Lífsskoðun jafnaðarmanns: Höfundur fer yfir farinn veg og gerir upp við hugmyndakerfin. 2. Í dagsins önn: Um orsakir og afleiðingar hrunsins . 3. Ísland og Evrópa: Það hefir lengi vafist fyrir Íslendingum að svara þeirri spurningu, hvar þeir eigi að skipa sér í sveit í samfélagi þjóðanna að loknu Kalda stríðinu. Jón Baldvin hefur svör á reiðum höndum við því. 4. Norræna módelið gegn ögrun nýfrjalshyggjunnar: Vænlegasti veðurvitinn í upphafi 21. aldar? 5. Endatafl Kalda stírðsins og fall Sovétríkjanna: Sagan af því, hvernig Jón Baldvin sem utanríkisráðherra Íslands stóð uppi í hárinu á leiðtogum Vesturveldanna með afdráttarlausum stuðningi við endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. 6. Á persónulegum nótum: Togarasjómaðurinn Jón Baldvin segir lífsreynslusögur, auk þess sem þau Bryndis líta yfir farinn veg í gamansömu viðtali við útvarpsmanninn þjóðkunna, Jónas Jónasson. 7. Um Eystrasaltslönd: Kórónan á ferli Jóns Baldvins sem utanríkisráðherra var frumkvæði hans að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja. Þetta gerði hann í blóra við yfirlýsta stefnu helstu leiðtoga Vesturveldanna, sem töldu nauðsynlegt að halda Sovétríkjunum saman til að ná samningum við Gorbachev um að binda endi á Kalda stríði. Jón Baldvin reyndist meta stöðuna rétt en þeir rangt, enda varð stefna hans ofan á í þessu máli. Þetta hefur enginn íslenskur stjórnmálaleiðtogi leikið eftir honum. 8. Dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, leggur í inngangi bókarinnar fræðilegt mat á stjórnmálaferil Jóns Baldvins og helstu afrek hans á því sviði, eins og t.d. EES-samninginn, sem enn í dag malar þjóðinni gull, þótt hinn pólitíski verkstjórnarmaður hans sé fyrir löngu horfinn af sviðinu. Því til viðbótar segir Dr. Ólafur í inngangi sínum: „Jón Baldvin er líka einn af fáum íslenskum stjórnmálamönnum, sem geta talist umtalsverðir pólitískir hugsuðir með heillega og yfirgripsmikla lífssýn eða pólitíska hugmyndafræði.“ „Kjarninn í þeirri hugmyndafræði snýst um yfirburði norræna samfélagsmódelsins umfram óbeislað markaðskerfi í anda nýfrjálshyggju. Það er rauði þráðurinn í þessari bók,“ segir í tilkynningu.
Bókmenntir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira