Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2019 18:45 Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. Kjósendur eru uggandi vegna árása Talíbana á kosningafundi og kjörstaði og óttast fleiri árásir á kjördag.Blóðug barátta Kosningabaráttan hefur verið þyrnum stráð enda hafa Talíbanar lýst því yfir að kosningarnar séu blekkingarleikur leppstjórnar Bandaríkjamanna. Hreyfingin, sem Bandaríkin steypti af stóli árið 2001, hefur því varað Afgana við því að taka þátt í kosningunum. Hvort sem sú þátttaka felst í því að kjósa, vinna við kosningarnar eða mæta á baráttufundi frambjóðenda. Hingað til hafa Talíbanar staðið við hótanir sínar, líkt og þeir hafa gert í kringum fyrri kosningar í landinu. Fyrir tíu dögum réðist hreyfingin til að mynda á baráttufund Ashrafs Ghani forseta, myrti 26 og særði fjörutíu. Þess vegna reynir ríkisstjórnin nú sitt besta til þess að tryggja öryggi á þeim 4.942 kjörstöðum sem opnir verða á morgun. Massoud Andarabi innanríkisráðherra sagði í dag að undirbúningur öryggismála hafi farið af stað fyrir átta mánuðum. Í fyrsta skipti leiði herinn undirbúninginn. Á þeim kjörstöðum sem verða opnir verður þremur öryggishliðum komið upp. Fyrstu tveggja gætir lögregla en ysta hliðið verður í umsjón afganska hersins. Andarabi tók fram að rúmlega níu af hverjum tíu kjörstöðum verði opnir en ekki hefur tekist að tryggja öryggi á 431 kjörstað. Ghani líklegur Sigurstranglegustu forsetaframbjóðendurnir eru Ghani forseti og Abdullah Abdullah, sem fékk næstflest atkvæði í kosningunum 2014. Ef enginn fær meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Afganistan Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. Kjósendur eru uggandi vegna árása Talíbana á kosningafundi og kjörstaði og óttast fleiri árásir á kjördag.Blóðug barátta Kosningabaráttan hefur verið þyrnum stráð enda hafa Talíbanar lýst því yfir að kosningarnar séu blekkingarleikur leppstjórnar Bandaríkjamanna. Hreyfingin, sem Bandaríkin steypti af stóli árið 2001, hefur því varað Afgana við því að taka þátt í kosningunum. Hvort sem sú þátttaka felst í því að kjósa, vinna við kosningarnar eða mæta á baráttufundi frambjóðenda. Hingað til hafa Talíbanar staðið við hótanir sínar, líkt og þeir hafa gert í kringum fyrri kosningar í landinu. Fyrir tíu dögum réðist hreyfingin til að mynda á baráttufund Ashrafs Ghani forseta, myrti 26 og særði fjörutíu. Þess vegna reynir ríkisstjórnin nú sitt besta til þess að tryggja öryggi á þeim 4.942 kjörstöðum sem opnir verða á morgun. Massoud Andarabi innanríkisráðherra sagði í dag að undirbúningur öryggismála hafi farið af stað fyrir átta mánuðum. Í fyrsta skipti leiði herinn undirbúninginn. Á þeim kjörstöðum sem verða opnir verður þremur öryggishliðum komið upp. Fyrstu tveggja gætir lögregla en ysta hliðið verður í umsjón afganska hersins. Andarabi tók fram að rúmlega níu af hverjum tíu kjörstöðum verði opnir en ekki hefur tekist að tryggja öryggi á 431 kjörstað. Ghani líklegur Sigurstranglegustu forsetaframbjóðendurnir eru Ghani forseti og Abdullah Abdullah, sem fékk næstflest atkvæði í kosningunum 2014. Ef enginn fær meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja efstu frambjóðendanna.
Afganistan Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira