Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:27 Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“ Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“
Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira