Lýsir eftirmálum nauðgunar í áhrifamikilli stuttmynd Sylvía Hall skrifar 28. september 2019 15:34 Chanel Miller steig nýlega fram undir nafni eftir að hafa verið nafnlaus í máli sem vakti heimsathygli. Skjáskot Chanel Miller, fórnarlamb nauðgarans Brock Turner, segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi í nýrri stuttmynd sem hún gaf út nú á dögunum. Myndin heitir I Am With You og er skreytt með teikningum Miller þar sem hún fer yfir afleiðingar nauðgunar. Miller steig nýlega fram undir nafni en áður hafði hún verið þekkt sem Emily Doe, fórnarlamb Brock Turners. Turner nauðgaði Miller á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015 þegar hún var meðvitundarlaus.Sjá einnig: Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Málið vakti heimsathygli fyrir þær sakir að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi og afplánaði aðeins helming dómsins. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/GettyLýsir átakanlegum réttarhöldum Í stuttmyndinni fer Miller yfir eftirmála nauðgunarinnar. Hún lýsir því hvernig hún þorði varla út úr húsi og skömmin hafi elt hana hvert sem hún fór. Hún hafi ekki þorað að tala um árásina vegna ótta um að hún yrði að eilífu dæmd út frá því sem gerðist. „Í dómsal notaði dómari orð eins og: „vægt, ekki jafn alvarlegt“ til þess að lýsa glæpnum. Ég man eftir réttarhöldunum þegar verjandinn stóð fyrir framan kviðdóminn og sagði: „Chanel veit hvernig þú verður meðvitundarlaus. Þú drekkur mikið áfengi, og það var það sem hún gerði þetta kvöld – og mörg önnur kvöld til að vera hreinskilinn“,“ segir Miller í stuttmyndinni. Hún sagðist hafa skrifað tólf blaðsíðna vitnisburð sem hún las upp í dómsal og horfðist í augu við árásarmann sinn. Hún segir dómarann ekki hafa hlustað. Það var ekki fyrr en hún birti vitnisburðinn opinberlega að hún fór að finna fyrir alvöru stuðningi. Hún vilji því reyna að berjast gegn þeirri skömm sem fórnarlömb kynferðisbrota finna fyrir og biðlar til fólks að sýna stuðning. „Láttu heyra í þér þegar þau reyna að þagga niður í þér. Stattu upp þegar þau reyna að halda aftur af þér. Enginn fær að skilgreina þig, þú færð að gera það.“ Hér að neðan má sjá stuttmyndina í fullri lengd. Bandaríkin Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Chanel Miller, fórnarlamb nauðgarans Brock Turner, segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi í nýrri stuttmynd sem hún gaf út nú á dögunum. Myndin heitir I Am With You og er skreytt með teikningum Miller þar sem hún fer yfir afleiðingar nauðgunar. Miller steig nýlega fram undir nafni en áður hafði hún verið þekkt sem Emily Doe, fórnarlamb Brock Turners. Turner nauðgaði Miller á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015 þegar hún var meðvitundarlaus.Sjá einnig: Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Málið vakti heimsathygli fyrir þær sakir að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi og afplánaði aðeins helming dómsins. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/GettyLýsir átakanlegum réttarhöldum Í stuttmyndinni fer Miller yfir eftirmála nauðgunarinnar. Hún lýsir því hvernig hún þorði varla út úr húsi og skömmin hafi elt hana hvert sem hún fór. Hún hafi ekki þorað að tala um árásina vegna ótta um að hún yrði að eilífu dæmd út frá því sem gerðist. „Í dómsal notaði dómari orð eins og: „vægt, ekki jafn alvarlegt“ til þess að lýsa glæpnum. Ég man eftir réttarhöldunum þegar verjandinn stóð fyrir framan kviðdóminn og sagði: „Chanel veit hvernig þú verður meðvitundarlaus. Þú drekkur mikið áfengi, og það var það sem hún gerði þetta kvöld – og mörg önnur kvöld til að vera hreinskilinn“,“ segir Miller í stuttmyndinni. Hún sagðist hafa skrifað tólf blaðsíðna vitnisburð sem hún las upp í dómsal og horfðist í augu við árásarmann sinn. Hún segir dómarann ekki hafa hlustað. Það var ekki fyrr en hún birti vitnisburðinn opinberlega að hún fór að finna fyrir alvöru stuðningi. Hún vilji því reyna að berjast gegn þeirri skömm sem fórnarlömb kynferðisbrota finna fyrir og biðlar til fólks að sýna stuðning. „Láttu heyra í þér þegar þau reyna að þagga niður í þér. Stattu upp þegar þau reyna að halda aftur af þér. Enginn fær að skilgreina þig, þú færð að gera það.“ Hér að neðan má sjá stuttmyndina í fullri lengd.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42