Fasteignakaupum Íslendinga á Spáni fækkar eftir tvö metár Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 15:28 Íslendingar hafa löngum leitað í sólina til Spánar. Visir/Getty Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað. Húsnæðismál Spánn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað.
Húsnæðismál Spánn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira