Fasteignakaupum Íslendinga á Spáni fækkar eftir tvö metár Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 15:28 Íslendingar hafa löngum leitað í sólina til Spánar. Visir/Getty Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað. Húsnæðismál Spánn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað.
Húsnæðismál Spánn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira