Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 19:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag.
Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira