Formannsdagar Jóns á enda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. september 2019 07:15 Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið. Fréttablaðið/Anton Brink Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira