Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. september 2019 22:00 Lesandi Makamála, 69 ára karlmaður, deilir reynslu sinni af kynlífi eftir skilnað. Getty Eftir að Makamál birtu umfjöllun og viðtöl um tantranudd á dögunum barst okkur póstur frá lesanda. Innihaldið var kynlífsreynslusaga hans eftir skilnað og hvernig hann komst á þann stað að vera núna, 69 ára gamall, að upplifa besta kynlíf ævi sinnar Karlmaðurinn, sem við köllum héreftir Pál, óskaði nafnleyndar. Páll á tvö hjónabönd að baki en varð einhleypur fyrir fimm árum síðan.Börnin okkar voru flutt að heiman og við vorum tvö í stóru húsi. Eiginkonan dofnaði snarlega fyrir kynlífi eftir barneignirnar og varð mjög „fráhverf“ því. Hún sagði að á okkar aldri væri þetta ekki nauðsynlegt. Ég var þessu algjörlega ósammála. Við höfðum samfarir einu sinni í mánuði með eftirtölum. Ég gafst upp, enda með kröftuga kynlöngun. Til margra ára segist Páll hafa þurft að „hjálpa sér“ sjálfur til að fá útrás fyrir kynorku sinni en svo á endanum hafi hann gefist upp. Ákveðið var að enda hjónabandið og hann flutti í íbúð vestur í bæ. Fljótlega eftir skilnaðinn fór Páll að þreifa fyrir sér á stefnumótasíðum og segir hann það hafa byrjað ansi bratt.Ég kynntist um þrjátíu og sjö konum á tveimur árum og átti kynmök við þær allar. Það sem þær áttu flestar sameiginlegt var að þær voru að leita eftir tilbreytingu og kynlífi. Flestar þeirra fannst mér ekki góðir kynlífsfélagar. Þær voru margar frekar feimnar, stirðar, fumkenndar og gátu ekki gefið sig af öllu afli í að fá góða fullnægingu.Páll segir að að flestar hafi hann aðeins hitt einu sinni og ástæðuna líklega hafa verið litla tilfinningalega nálgun. Hann segist oft hafa upplifað kynlífið sem klaufalegt hnoð og sagði konurnar yfirleitt ekki kunna að njóta kynlífsins til fulls. Sjálfur segist hann ekki hafa fengið mikið út úr kynlífinu þangað til að hann uppgötvaði það sem hann segir hafa breytt öllu. Í gegnum stefnumótaforritið Tinder kynntist hann konu sem hann ákvað að prófa að hitta. Fyrst mæltu þau sér mót í kaffi og svo í seinna skiptið bauð hún honum heim til sín. Páll segir að heimsóknin hafi fljótlega færst inn í svefnherbergi. Hún tók fram glas af nuddolíu og bað mig um að nudda á sér sköpin, hægt og varlega, hún stýrði mér. Ég strauk yfir lífbeinið, fór með tveimur fingrum báðum megin við snípinn, strauk lífbeinið þar sem snípurinn endar og strauk svo varlega með fingurgómunum yfir snípinn. Konan hreyfði sig æsandi við strokurnar og gældi við olíuborinn liminn með fingrunum. Eftir nokkra stund vorum við á suðupunkti. Þegar ég setti liminn inn í leggöngin var það engu líkt, allt var svo mjúkt. Páll segir þetta kynlíf hafa verið það besta sem hann hafði kynnst til þessa og hafi olían spilað þar gríðarstórt hlutverk. Ekki varð þó framhald af sambandi þeirra þar sem Páll segir konuna ekki getað hugsað sér að fara í samband við mann sem væri 22 árum eldri. En eftir þessa reynslu þá fór hann strax og keypti sér nuddolíu í apótekinu. Loksins fannst honum kynlíf aftur orðið spennandi.Allt varð betra. Þar sem ég hef með árunum og aldrinum þróað með mér gott úthald (án þess að fá sáðfall) fór nú svo að eftir góðan forleik og upphitun með olíunuddi, fengu næstum allar konurnar góða fullnægingu með mér.Í dag er Páll kominn í samband með fráskilinni konu sem er á svipuðum aldri og hann en hann segir hana einnig hafa verið kynferðislega vannærða í sambandi sínu og hafa átt erfitt með að fá fullnægingu. Páll segir að þökk sé forleiksins, nuddsins og olíunnar hafi þau náð mjög vel saman í rúminu og stundi þau núna saman kynlíf að jafnaði tvisvar í viku.Þegar ég fór að nudda á henni sköpin í upphafi okkar kynna var hún svolítið hissa og feimin. Svo fór hún að leiðbeina mér hvað henni þótti best. Nú liggjum við saman í rúminu, hún með lærin í sundur og ég við hlið hennar. Ég nudda hana hægt og varlega og hún gælir við liminn. Við æsum hvort annað vel upp og höfum kveikt á náttlampanum. Henni finnst mjög æsandi að finna liminn stækka og harðna. Mér finnst æsandi að finna hvernig nuddið með fingrum veldur kippum og hreyfingum í mjöðmunum. Niðurstaðan er þessi: Ég er 69 ára, konan er 65 ára og við erum núna, á þessum aldri, að njóta besta kynlífs ævi okkar. Þökk sé olíunni og nuddinu.Makamál þakka Páli kærlega fyrir póstinn og minna á að hægt að senda reynslusögur og hugleiðingar á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði og nafnleynd heitið. Bréfið Rúmfræði Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur Þegar þú byrjar í nýju sambandi og ert ekki lengur á unglingsárunum er nær undantekningalaust einhver fyrrverandi í lífi maka þíns, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Af hverju getur eitthvað sem var til áður en þú komst inn í líf viðkomandi, truflað þig? 8. september 2019 23:30 Bone-orðin 10: Imba elskar sjálfsörugga snillinga Ingibjörg Finnbogadóttir, eða Imba eins og hún er alltaf kölluð, starfar sjálfstætt í kvikmyndabransanum. Þessa dagana er hún á kafi í undirbúning fyrir tvö erlend kvikmyndaverkefni sem verða að hluta tekin upp hér á landi í haust og vetur. Hér eru hin tíu Bone-orð Imbu. 11. september 2019 20:15 Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Eftir að Makamál birtu umfjöllun og viðtöl um tantranudd á dögunum barst okkur póstur frá lesanda. Innihaldið var kynlífsreynslusaga hans eftir skilnað og hvernig hann komst á þann stað að vera núna, 69 ára gamall, að upplifa besta kynlíf ævi sinnar Karlmaðurinn, sem við köllum héreftir Pál, óskaði nafnleyndar. Páll á tvö hjónabönd að baki en varð einhleypur fyrir fimm árum síðan.Börnin okkar voru flutt að heiman og við vorum tvö í stóru húsi. Eiginkonan dofnaði snarlega fyrir kynlífi eftir barneignirnar og varð mjög „fráhverf“ því. Hún sagði að á okkar aldri væri þetta ekki nauðsynlegt. Ég var þessu algjörlega ósammála. Við höfðum samfarir einu sinni í mánuði með eftirtölum. Ég gafst upp, enda með kröftuga kynlöngun. Til margra ára segist Páll hafa þurft að „hjálpa sér“ sjálfur til að fá útrás fyrir kynorku sinni en svo á endanum hafi hann gefist upp. Ákveðið var að enda hjónabandið og hann flutti í íbúð vestur í bæ. Fljótlega eftir skilnaðinn fór Páll að þreifa fyrir sér á stefnumótasíðum og segir hann það hafa byrjað ansi bratt.Ég kynntist um þrjátíu og sjö konum á tveimur árum og átti kynmök við þær allar. Það sem þær áttu flestar sameiginlegt var að þær voru að leita eftir tilbreytingu og kynlífi. Flestar þeirra fannst mér ekki góðir kynlífsfélagar. Þær voru margar frekar feimnar, stirðar, fumkenndar og gátu ekki gefið sig af öllu afli í að fá góða fullnægingu.Páll segir að að flestar hafi hann aðeins hitt einu sinni og ástæðuna líklega hafa verið litla tilfinningalega nálgun. Hann segist oft hafa upplifað kynlífið sem klaufalegt hnoð og sagði konurnar yfirleitt ekki kunna að njóta kynlífsins til fulls. Sjálfur segist hann ekki hafa fengið mikið út úr kynlífinu þangað til að hann uppgötvaði það sem hann segir hafa breytt öllu. Í gegnum stefnumótaforritið Tinder kynntist hann konu sem hann ákvað að prófa að hitta. Fyrst mæltu þau sér mót í kaffi og svo í seinna skiptið bauð hún honum heim til sín. Páll segir að heimsóknin hafi fljótlega færst inn í svefnherbergi. Hún tók fram glas af nuddolíu og bað mig um að nudda á sér sköpin, hægt og varlega, hún stýrði mér. Ég strauk yfir lífbeinið, fór með tveimur fingrum báðum megin við snípinn, strauk lífbeinið þar sem snípurinn endar og strauk svo varlega með fingurgómunum yfir snípinn. Konan hreyfði sig æsandi við strokurnar og gældi við olíuborinn liminn með fingrunum. Eftir nokkra stund vorum við á suðupunkti. Þegar ég setti liminn inn í leggöngin var það engu líkt, allt var svo mjúkt. Páll segir þetta kynlíf hafa verið það besta sem hann hafði kynnst til þessa og hafi olían spilað þar gríðarstórt hlutverk. Ekki varð þó framhald af sambandi þeirra þar sem Páll segir konuna ekki getað hugsað sér að fara í samband við mann sem væri 22 árum eldri. En eftir þessa reynslu þá fór hann strax og keypti sér nuddolíu í apótekinu. Loksins fannst honum kynlíf aftur orðið spennandi.Allt varð betra. Þar sem ég hef með árunum og aldrinum þróað með mér gott úthald (án þess að fá sáðfall) fór nú svo að eftir góðan forleik og upphitun með olíunuddi, fengu næstum allar konurnar góða fullnægingu með mér.Í dag er Páll kominn í samband með fráskilinni konu sem er á svipuðum aldri og hann en hann segir hana einnig hafa verið kynferðislega vannærða í sambandi sínu og hafa átt erfitt með að fá fullnægingu. Páll segir að þökk sé forleiksins, nuddsins og olíunnar hafi þau náð mjög vel saman í rúminu og stundi þau núna saman kynlíf að jafnaði tvisvar í viku.Þegar ég fór að nudda á henni sköpin í upphafi okkar kynna var hún svolítið hissa og feimin. Svo fór hún að leiðbeina mér hvað henni þótti best. Nú liggjum við saman í rúminu, hún með lærin í sundur og ég við hlið hennar. Ég nudda hana hægt og varlega og hún gælir við liminn. Við æsum hvort annað vel upp og höfum kveikt á náttlampanum. Henni finnst mjög æsandi að finna liminn stækka og harðna. Mér finnst æsandi að finna hvernig nuddið með fingrum veldur kippum og hreyfingum í mjöðmunum. Niðurstaðan er þessi: Ég er 69 ára, konan er 65 ára og við erum núna, á þessum aldri, að njóta besta kynlífs ævi okkar. Þökk sé olíunni og nuddinu.Makamál þakka Páli kærlega fyrir póstinn og minna á að hægt að senda reynslusögur og hugleiðingar á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði og nafnleynd heitið.
Bréfið Rúmfræði Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur Þegar þú byrjar í nýju sambandi og ert ekki lengur á unglingsárunum er nær undantekningalaust einhver fyrrverandi í lífi maka þíns, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Af hverju getur eitthvað sem var til áður en þú komst inn í líf viðkomandi, truflað þig? 8. september 2019 23:30 Bone-orðin 10: Imba elskar sjálfsörugga snillinga Ingibjörg Finnbogadóttir, eða Imba eins og hún er alltaf kölluð, starfar sjálfstætt í kvikmyndabransanum. Þessa dagana er hún á kafi í undirbúning fyrir tvö erlend kvikmyndaverkefni sem verða að hluta tekin upp hér á landi í haust og vetur. Hér eru hin tíu Bone-orð Imbu. 11. september 2019 20:15 Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur Þegar þú byrjar í nýju sambandi og ert ekki lengur á unglingsárunum er nær undantekningalaust einhver fyrrverandi í lífi maka þíns, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Af hverju getur eitthvað sem var til áður en þú komst inn í líf viðkomandi, truflað þig? 8. september 2019 23:30
Bone-orðin 10: Imba elskar sjálfsörugga snillinga Ingibjörg Finnbogadóttir, eða Imba eins og hún er alltaf kölluð, starfar sjálfstætt í kvikmyndabransanum. Þessa dagana er hún á kafi í undirbúning fyrir tvö erlend kvikmyndaverkefni sem verða að hluta tekin upp hér á landi í haust og vetur. Hér eru hin tíu Bone-orð Imbu. 11. september 2019 20:15
Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30