Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 20:19 Linda og Ragnar giftu sig við litla athöfn á ítölsku sveitasetri umkringd nánustu fjölskyldu á Toskany á Ítalíu árið 2022. Linda Ben Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. „Nokkru áður en við byrjuðum saman, hittumst við oft á djamminu bara til að spjalla og hafa gaman. Ég var svo að fara í lokapróf í stærðfræði og var í einhverjum vandræðum með eitthvað og hann bauðst til að hjálpa mér með stærðfræðina. Þá fundum við bæði að við vorum kannski eitthvað aðeins meira en bara vinir,“ segir Linda. Linda og Ragnar eru viðmælendur í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Við höfum alltaf verið góðir vinir frá því að við kynntumst, spjölluðum reglulega saman og svoleiðis sem vinir. Þetta var því afar náttúrulegt og ég er ekki viss um hvort annað okkar hafi tekið meðvitað „fyrsta skrefið.“ Linda og Ragnar voru vinir í mörgum ár áður en ástin kviknaði.Linda Ben Fyrsti kossinn okkar: Var yfir stærðfræðibókunum. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þar sem við getum verið í saman og spjallað um allt milli himins og jarðar. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Við horfðum á Ghost um jólin, mér finnst hún æðisleg og afar rómantísk. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á Nothing Compares 2 U með Sinéad O’Connor. Lagið okkar: Það breytist reglulega, núna finnst mér það vera Simply The Best með Billianne. Ég setti það lag yfir myndbandið frá brúðkaupinu okkar sem ég setti á Instagram, ég tárast ennþá af þakklæti bara við það að heyra þetta lag. Þetta lag er upprunalega með Tinu Turner en Billianne kemur því frá sér á svo ótrúlega innilegan og fallegan hátt. Maturinn: Við erum mikið matfólk og elskum að elda saman þegar við viljum gera vel við okkur. Opnum jafnvel eina rauðvínsflösku með og erum að njóta. Það er þó mjög mismunandi hvað okkur finnst gott að borða, eiginlega finnst okkur skemmtilegast og prófa eitthvað nýtt. Eruði rómantísk? Það er kannski ekki fyrsta lýsingarorðið sem ég myndi nota til að lýsa okkur, en við eigum alveg okkar móment. Við reynum meðvitað að skapa rómantískar stundir, þar sem við getum bara verið tvö að spjalla í rólegheitunum, til dæmis að fara út að borða en líka að fara saman í golf eða í göngutúr. Linda Ben Fyrsta gjöfin: Við byrjuðum saman nokkrum dögum fyrir jól og þetta var svona oggu ponku pæling hvort við værum að fara gefa hvort öðru jólagjöf, en við ákváðum svo að gera það. Ég ákvað að fara mjög örugga leið, enda varla búin að hitta foreldra hans, og ákvað að gefa honum trefil. Það var því mjög fyndið þegar ég opnaði gjöfina frá honum og sá að hann var líka að gefa mér trefil! Þetta var því ákveðin staðfesta að sjá þetta svona hversu mikið við hugsuðum eins. Maðurinn minn er: Alveg einstaklega góður við mig og börnin okkar. Hann hvetur mig áfram til að ná draumum mínum og styður þétt við bakið á mér í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Ég reyni svo að gera það sama við hann. Ragnar og Linda fagna fimmtán ára sambandsafmæli sínu í haust.Linda Ben Rómantískasti staður á landinu: Einhverstaðar út í sveit í hjólhýsinu okkar. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Úff þær eru mjög margar haha en það fyrsta sem mér dettur í hug er þegar við vorum að ferðast saman í New York. Við vorum tiltölulega nýbyrjuð saman, við alveg á fullu að taka dúllulegar selfies saman á ferðalaginu hahah. Nema hvað við förum upp í svona túrsitarútu og erum þar að taka dúllulegar selfies og sendum á mömmur okkar og pabba. Svo sendir pabbi til baka og bendir okkur á að konan fyrir aftan okkar sé að bora í nefið. Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið hahah! Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Látum draumana okkar rætast. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við elskum að hitta vini okkar, elda góðan mat og hafa gaman. Á sumrin erum við líka mikið að ferðast innanlands og að spila golf. Ragnar starfar sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans. Saman eiga þau Róbert tíu ára og Birtu fjögurra ára.Linda Ben Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi segja að við drögum svolítið það besta fram í hvor öðru, við treystum mjög mikið á hvort annað og gerum mikið saman. Við hvetjum hvort annað mjög mikið áfram og erum bæði mjög metnaðarfullar og drífandi manneskjur. Okkur finnst gaman að setja markið hátt og ná því. Sambandið okkar litast því mikið af því. Við höfum gert ótrúlegustu hluti saman, byggt tvö hús, þar af eitt alveg frá grunni. Tekið í gegn nokkrar íbúðir og sumarbústað. Allt á sama tíma og við vorum að eignast börnin okkar og ég að byggja upp miðilinn minn á Instagram og síðuna mína lindaben.is. Núna erum við svo að koma fyrstu vörunum á markað sem eru súkkulaði og vanillu kökumix. Linda var að koma sínum fyrstu vörum á markað, kökumixi með súkkulaði og vanillu.Linda Ben Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Hjartahlýr, hugmyndaríkur, fyndinn. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við séum búin að stækka vöruúrval vörumerkis míns meira. Við erum eflaust að gera svipaða hluti og við erum að gera í dag hvað það varðar að ég er að vinna í uppskriftasíðunni minni lindaben.is. Við höfum vonandi aðeins meiri frítíma til að sinna okkur sjálfum og áhugamálum okkar, það væri yndi. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við pössum upp á að eyða tíma saman, bæði þar sem við erum bara tvö og fjölskyldu g vinum. Svo eru þessi litlu dagsdaglegu móment svo mikilvæg, til dæmis að knúsast aðeins fyrir vinnu á morgnanna, elda saman kvöldmatinn og fleira þannig háttar. Ást er ... að baka saman köku. Ást er... Ástin og lífið Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis. 10. febrúar 2024 08:00 Gómsætar og grænar uppskriftir Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. 4. janúar 2024 13:07 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Nokkru áður en við byrjuðum saman, hittumst við oft á djamminu bara til að spjalla og hafa gaman. Ég var svo að fara í lokapróf í stærðfræði og var í einhverjum vandræðum með eitthvað og hann bauðst til að hjálpa mér með stærðfræðina. Þá fundum við bæði að við vorum kannski eitthvað aðeins meira en bara vinir,“ segir Linda. Linda og Ragnar eru viðmælendur í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Við höfum alltaf verið góðir vinir frá því að við kynntumst, spjölluðum reglulega saman og svoleiðis sem vinir. Þetta var því afar náttúrulegt og ég er ekki viss um hvort annað okkar hafi tekið meðvitað „fyrsta skrefið.“ Linda og Ragnar voru vinir í mörgum ár áður en ástin kviknaði.Linda Ben Fyrsti kossinn okkar: Var yfir stærðfræðibókunum. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þar sem við getum verið í saman og spjallað um allt milli himins og jarðar. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Við horfðum á Ghost um jólin, mér finnst hún æðisleg og afar rómantísk. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á Nothing Compares 2 U með Sinéad O’Connor. Lagið okkar: Það breytist reglulega, núna finnst mér það vera Simply The Best með Billianne. Ég setti það lag yfir myndbandið frá brúðkaupinu okkar sem ég setti á Instagram, ég tárast ennþá af þakklæti bara við það að heyra þetta lag. Þetta lag er upprunalega með Tinu Turner en Billianne kemur því frá sér á svo ótrúlega innilegan og fallegan hátt. Maturinn: Við erum mikið matfólk og elskum að elda saman þegar við viljum gera vel við okkur. Opnum jafnvel eina rauðvínsflösku með og erum að njóta. Það er þó mjög mismunandi hvað okkur finnst gott að borða, eiginlega finnst okkur skemmtilegast og prófa eitthvað nýtt. Eruði rómantísk? Það er kannski ekki fyrsta lýsingarorðið sem ég myndi nota til að lýsa okkur, en við eigum alveg okkar móment. Við reynum meðvitað að skapa rómantískar stundir, þar sem við getum bara verið tvö að spjalla í rólegheitunum, til dæmis að fara út að borða en líka að fara saman í golf eða í göngutúr. Linda Ben Fyrsta gjöfin: Við byrjuðum saman nokkrum dögum fyrir jól og þetta var svona oggu ponku pæling hvort við værum að fara gefa hvort öðru jólagjöf, en við ákváðum svo að gera það. Ég ákvað að fara mjög örugga leið, enda varla búin að hitta foreldra hans, og ákvað að gefa honum trefil. Það var því mjög fyndið þegar ég opnaði gjöfina frá honum og sá að hann var líka að gefa mér trefil! Þetta var því ákveðin staðfesta að sjá þetta svona hversu mikið við hugsuðum eins. Maðurinn minn er: Alveg einstaklega góður við mig og börnin okkar. Hann hvetur mig áfram til að ná draumum mínum og styður þétt við bakið á mér í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Ég reyni svo að gera það sama við hann. Ragnar og Linda fagna fimmtán ára sambandsafmæli sínu í haust.Linda Ben Rómantískasti staður á landinu: Einhverstaðar út í sveit í hjólhýsinu okkar. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Úff þær eru mjög margar haha en það fyrsta sem mér dettur í hug er þegar við vorum að ferðast saman í New York. Við vorum tiltölulega nýbyrjuð saman, við alveg á fullu að taka dúllulegar selfies saman á ferðalaginu hahah. Nema hvað við förum upp í svona túrsitarútu og erum þar að taka dúllulegar selfies og sendum á mömmur okkar og pabba. Svo sendir pabbi til baka og bendir okkur á að konan fyrir aftan okkar sé að bora í nefið. Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið hahah! Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Látum draumana okkar rætast. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við elskum að hitta vini okkar, elda góðan mat og hafa gaman. Á sumrin erum við líka mikið að ferðast innanlands og að spila golf. Ragnar starfar sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans. Saman eiga þau Róbert tíu ára og Birtu fjögurra ára.Linda Ben Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi segja að við drögum svolítið það besta fram í hvor öðru, við treystum mjög mikið á hvort annað og gerum mikið saman. Við hvetjum hvort annað mjög mikið áfram og erum bæði mjög metnaðarfullar og drífandi manneskjur. Okkur finnst gaman að setja markið hátt og ná því. Sambandið okkar litast því mikið af því. Við höfum gert ótrúlegustu hluti saman, byggt tvö hús, þar af eitt alveg frá grunni. Tekið í gegn nokkrar íbúðir og sumarbústað. Allt á sama tíma og við vorum að eignast börnin okkar og ég að byggja upp miðilinn minn á Instagram og síðuna mína lindaben.is. Núna erum við svo að koma fyrstu vörunum á markað sem eru súkkulaði og vanillu kökumix. Linda var að koma sínum fyrstu vörum á markað, kökumixi með súkkulaði og vanillu.Linda Ben Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Hjartahlýr, hugmyndaríkur, fyndinn. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við séum búin að stækka vöruúrval vörumerkis míns meira. Við erum eflaust að gera svipaða hluti og við erum að gera í dag hvað það varðar að ég er að vinna í uppskriftasíðunni minni lindaben.is. Við höfum vonandi aðeins meiri frítíma til að sinna okkur sjálfum og áhugamálum okkar, það væri yndi. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við pössum upp á að eyða tíma saman, bæði þar sem við erum bara tvö og fjölskyldu g vinum. Svo eru þessi litlu dagsdaglegu móment svo mikilvæg, til dæmis að knúsast aðeins fyrir vinnu á morgnanna, elda saman kvöldmatinn og fleira þannig háttar. Ást er ... að baka saman köku.
Ást er... Ástin og lífið Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis. 10. febrúar 2024 08:00 Gómsætar og grænar uppskriftir Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. 4. janúar 2024 13:07 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis. 10. febrúar 2024 08:00
Gómsætar og grænar uppskriftir Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. 4. janúar 2024 13:07