Gunnar: Grétar kom okkur í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 22:03 Gunnar er á sínu fimmta tímabili sem þjálfari Hauka. vísir/bára „Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK, 28-24, í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK, 28-24, í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti