Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Aðalheiður Ámundadóttir og Björn Þorfinsson skrifar 12. september 2019 06:15 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, mun sitja við hliðina á Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hann var þó ekki mættur til að hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Fréttablaðið/Valli Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira