Enski boltinn

Jóhann Berg tæpur fyrir leik helgarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley.
Jóhann Berg í leik með Burnley. Vísir/Getty
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, staðfesti á blaðamannafundi í dag að landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson væri tæpur fyrir leikinn gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur.

 





Jóhann Berg fór meiddur af velli þann 25. ágúst er Burnley gerði 1-1 jafntefli við Wolverhampton Wanderers á útivelli.

Hann missti í kjölfarið af 3-0 tapi Burnley gegn Liverpool ásamt því að missa af síðasta landsliðsverkefni Íslands þar sem liðið lagði Móldavíu 3-0 en tapaði 4-2 gegn Albaníu ytra. Jóhann Berg skoraði einmitt eina mark leiksins þegar Ísland lagði Albaníu af velli á Laugardalsvelli fyrr í sumar.

Þegar fjórum umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni er Burnley með fjögur stig, líkt og mótherjar helgarinnar í Brighton.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×