Flest málin endurflutt Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. september 2019 09:00 Fá þingmannamál eru afgreidd og komast mörg þeirra ekki á dagskrá eða eru svæfð í nefnd. Fréttablaðið/Valli Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira