Seltjarnarnes neitar að ábyrgjast lán Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. september 2019 07:00 Birkir segir of snemmt að segja hvort einhver eigi að taka ábyrgð. Fréttablaðið/GVA Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Önnur sveitarfélög sem eiga hlut í Sorpu hafa staðfest ábyrgðina en stjórn Sorpu hefur fengið harða gagnrýni á fundum. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, og Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri hafa mætt á bæjarráðsfundi sveitarfélaganna vegna málsins. „Seltjarnarnes ákvað að svo stöddu að samþykkja ekki þennan lánapakka,“ segir Birkir Jón en Seltjarnarnes á tæp þrjú prósent í Sorpu. „Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins til þess að fara yfir stöðu mála.“ Aðspurður um hvort einhver þurfi ekki að taka ábyrgð á stöðunni segir Birkir of snemmt að segja til um það. „Stjórn félagsins er búin að setja málið í ferli og formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að taka út rekstur félagsins.“ Birkir segir að tillögur, byggðar á þessari úttekt, verði lagðar fram á næsta stjórnarfundi Sorpu, en hann mun fara fram í lok mánaðarins. „Við viljum varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis í áætlanagerð og verkferlum félagsins. Það er ekkert fleira að segja um málið fyrr en úttektin liggur fyrir.“ Birkir mun funda með varaformanni í næstu viku varðandi úttektina. Hver mun sjá um úttektina liggur ekki fyrir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Önnur sveitarfélög sem eiga hlut í Sorpu hafa staðfest ábyrgðina en stjórn Sorpu hefur fengið harða gagnrýni á fundum. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, og Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri hafa mætt á bæjarráðsfundi sveitarfélaganna vegna málsins. „Seltjarnarnes ákvað að svo stöddu að samþykkja ekki þennan lánapakka,“ segir Birkir Jón en Seltjarnarnes á tæp þrjú prósent í Sorpu. „Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins til þess að fara yfir stöðu mála.“ Aðspurður um hvort einhver þurfi ekki að taka ábyrgð á stöðunni segir Birkir of snemmt að segja til um það. „Stjórn félagsins er búin að setja málið í ferli og formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að taka út rekstur félagsins.“ Birkir segir að tillögur, byggðar á þessari úttekt, verði lagðar fram á næsta stjórnarfundi Sorpu, en hann mun fara fram í lok mánaðarins. „Við viljum varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis í áætlanagerð og verkferlum félagsins. Það er ekkert fleira að segja um málið fyrr en úttektin liggur fyrir.“ Birkir mun funda með varaformanni í næstu viku varðandi úttektina. Hver mun sjá um úttektina liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira