Guðmundur Helgi: Er alltaf bjartsýnn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 16:12 Guðmundur Helgi og strákarnir hans eru enn án stiga í Olís-deildinni. vísir/bára Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var nokkuð brattur þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir ÍBV, 23-27, í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. „Ég er sáttur með að við spiluðum betur en í síðasta leik. Við gáfum einu besta liði Íslands hörkuleik. Mér fannst brottvísanirnar sem Toggi fékk ódýrar og það setti strik í reikninginn en allir hinir stóðu sig þokkalega,“ sagði Guðmundur og vísaði til þess að Þorgrímur Smári Ólafsson fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir í fyrri hálfleik. Hann lék því ekkert í þeim seinni og munaði um minna. Fram skoraði bara 14 mörk gegn Val í 1. umferðinni en sóknarleikurinn var mun betri í dag. Framarar spiluðu með sjö í sókn allan tímann. „Við vorum búnir að ákveða þetta fyrir löngu og náðum loks að æfa þetta í vikunni. Þetta virkaði ágætlega og við ætluðum að koma þeim á óvart. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir næst,“ sagði Guðmundur. „Við þurftum að fara þessa leið gegn þessari vörn og þetta gekk upp í 45-50 mínútur. En við töpuðum boltanum of oft og þurfum að æfa þetta betur.“ Guðmundur var þokkalega sáttur með vörnina en vildi fá fleiri varða bolta. „Okkur vantaði bara markvörslu í fyrri hálfleik. Lalli [Lárus Helgi Ólafsson] byrjaði ágætlega en datt svo niður á meðan Bjössi [Björn Viðar Björnsson] lokaði hjá þeim og varði helling í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur. Næsti leikur Fram er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum eftir viku. „Ég er alltaf bjartsýnn. Við höldum áfram, förum í hvern leik til að vinna og höfum gaman að þessu. Vonandi skilar það stigum,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var nokkuð brattur þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir ÍBV, 23-27, í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. „Ég er sáttur með að við spiluðum betur en í síðasta leik. Við gáfum einu besta liði Íslands hörkuleik. Mér fannst brottvísanirnar sem Toggi fékk ódýrar og það setti strik í reikninginn en allir hinir stóðu sig þokkalega,“ sagði Guðmundur og vísaði til þess að Þorgrímur Smári Ólafsson fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir í fyrri hálfleik. Hann lék því ekkert í þeim seinni og munaði um minna. Fram skoraði bara 14 mörk gegn Val í 1. umferðinni en sóknarleikurinn var mun betri í dag. Framarar spiluðu með sjö í sókn allan tímann. „Við vorum búnir að ákveða þetta fyrir löngu og náðum loks að æfa þetta í vikunni. Þetta virkaði ágætlega og við ætluðum að koma þeim á óvart. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir næst,“ sagði Guðmundur. „Við þurftum að fara þessa leið gegn þessari vörn og þetta gekk upp í 45-50 mínútur. En við töpuðum boltanum of oft og þurfum að æfa þetta betur.“ Guðmundur var þokkalega sáttur með vörnina en vildi fá fleiri varða bolta. „Okkur vantaði bara markvörslu í fyrri hálfleik. Lalli [Lárus Helgi Ólafsson] byrjaði ágætlega en datt svo niður á meðan Bjössi [Björn Viðar Björnsson] lokaði hjá þeim og varði helling í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur. Næsti leikur Fram er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum eftir viku. „Ég er alltaf bjartsýnn. Við höldum áfram, förum í hvern leik til að vinna og höfum gaman að þessu. Vonandi skilar það stigum,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15