Demókratar pressa á Trump vegna skotvopnalöggjafar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 20:43 Chuck Schumer og Nancy Pelosi vilja tryggja að bakgrunnsathuganir nái um alla skotvopnakaupendur. Vísir/Getty Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48
Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33