Demókratar pressa á Trump vegna skotvopnalöggjafar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 20:43 Chuck Schumer og Nancy Pelosi vilja tryggja að bakgrunnsathuganir nái um alla skotvopnakaupendur. Vísir/Getty Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48
Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33