Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2019 12:01 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. Forsætisráðuneytið neitaði að tjá sig um frétt Reuters. AP/Rod McGuirk Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí. Eftir að komist var að þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórn Ástralíu að halda niðurstöðunum leyndum til að skemma ekki viðskiptasamband Ástralíu og Kína. Þetta kemur fram í frétt Reuters sem byggir á viðtölum við fimm aðila sem vita af málinu.Forsætisráðuneyti Ástralíu neitaði að svara spurningum um málið og Utanríkisráðuneyti Kína segir ríkið ekki hafa komist að árásunum og að internetið sé „fullt af kenningum sem erfitt sé að rekja“. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Umræddar árásir voru framkvæmdar í febrúar og sögðu Ástralar fljótt að líklegast hafi annað ríki verið þar að verki. Rannsókn leiddi fljótt í ljós að Kínverjar hefðu framkvæmt árásina og var sérstakur kóði sem notaður var í árásinni tengdur við aðrar árásir Kínverja. Ríkisstjórn Ástralíu óttaðist þó að spenna á milli Ástralíu og Kína gæti komið verulega niður á efnahagi ríkisins. Á undanförnum árum hafa Ástralar reynt að draga úr umfangsmiklum áhrifum Kínverja í Ástralíu með tilheyrandi spennu á milli ríkjanna. Reuters segir innflutning Kínverja frá Ástralíu hafa dregist saman í kjölfar þess. Ástralía Kína Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí. Eftir að komist var að þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórn Ástralíu að halda niðurstöðunum leyndum til að skemma ekki viðskiptasamband Ástralíu og Kína. Þetta kemur fram í frétt Reuters sem byggir á viðtölum við fimm aðila sem vita af málinu.Forsætisráðuneyti Ástralíu neitaði að svara spurningum um málið og Utanríkisráðuneyti Kína segir ríkið ekki hafa komist að árásunum og að internetið sé „fullt af kenningum sem erfitt sé að rekja“. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Umræddar árásir voru framkvæmdar í febrúar og sögðu Ástralar fljótt að líklegast hafi annað ríki verið þar að verki. Rannsókn leiddi fljótt í ljós að Kínverjar hefðu framkvæmt árásina og var sérstakur kóði sem notaður var í árásinni tengdur við aðrar árásir Kínverja. Ríkisstjórn Ástralíu óttaðist þó að spenna á milli Ástralíu og Kína gæti komið verulega niður á efnahagi ríkisins. Á undanförnum árum hafa Ástralar reynt að draga úr umfangsmiklum áhrifum Kínverja í Ástralíu með tilheyrandi spennu á milli ríkjanna. Reuters segir innflutning Kínverja frá Ástralíu hafa dregist saman í kjölfar þess.
Ástralía Kína Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira